Þingmaður sagði nauðsynlegt að siða eiginkonur til með barsmíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:44 Mikil reiði hefur gripið um sig í Úganda vegna ummæla þingmannsins. Skjáskot/NTV Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018 Úganda Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018
Úganda Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira