Einkarekstur og útvistun Jón Sigurðsson skrifar 12. mars 2018 11:00 Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Sjá meira
Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun