Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Borgarlína Strætó Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun