Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun