Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar 22. nóvember 2024 14:30 Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar