Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. mars 2018 17:20 Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með slíkar tilkynningar en einu sinni of sjaldan. Vísir/Eyþór Páskarnir eru fram undan og er viðbúið að margir verði á faraldsfæti. Að því tilefni minnir lögreglan fólk um að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að fólk eigi að reyna að taka ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og að skrifa hjá sér bílnúmer, lýsingar á fólki eða annað ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“Áhersla lögð á eftirlit með íbúðarhúsnæði Lögreglan minnir fólk ennfremur á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum sínum, til dæmis að loka gluggum þegar það fer að heiman. „Ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt, en nágrannavarsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Sérstaklega er minnt á að útiljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir bakatil við hús eða að framanverðu.“ Slíkt gæti einfaldað nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. „Sömuleiðis er mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir allra augum þegar farið er í frí, t.d. með tilkynningu á samfélagsmiðlum. Lögreglan verður með hefðbundið eftirlit um páskana, en áhersla verður lögð á að fylgjast með íbúðarhúsnæði eins og kostur er.“ Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.Í samtali við Vísi í dag sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. Nánar má lesa um það HÉR. Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Brotist inn í bíla á Vesturgötu Það er nóg að gera hjá lögreglunni um helgina. 25. mars 2018 18:26 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Páskarnir eru fram undan og er viðbúið að margir verði á faraldsfæti. Að því tilefni minnir lögreglan fólk um að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að fólk eigi að reyna að taka ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og að skrifa hjá sér bílnúmer, lýsingar á fólki eða annað ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“Áhersla lögð á eftirlit með íbúðarhúsnæði Lögreglan minnir fólk ennfremur á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum sínum, til dæmis að loka gluggum þegar það fer að heiman. „Ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt, en nágrannavarsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Sérstaklega er minnt á að útiljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir bakatil við hús eða að framanverðu.“ Slíkt gæti einfaldað nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. „Sömuleiðis er mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir allra augum þegar farið er í frí, t.d. með tilkynningu á samfélagsmiðlum. Lögreglan verður með hefðbundið eftirlit um páskana, en áhersla verður lögð á að fylgjast með íbúðarhúsnæði eins og kostur er.“ Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.Í samtali við Vísi í dag sagði Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. Nánar má lesa um það HÉR.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Brotist inn í bíla á Vesturgötu Það er nóg að gera hjá lögreglunni um helgina. 25. mars 2018 18:26 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25
Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38