Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 12:15 Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. vísir/getty Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum. Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum.
Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19