Verð á páskaeggjum milli ára hækkar mest í Hagkaup. Litlar verðhækkanir hafa orðið á páskaeggjum í öðrum verslunum síðan í fyrra, að því er fram kemur í verðkönnun Alþýðusambands Íslands.
Í könnun ASÍ kemur fram að í Hagkaup hafi 7 páskaegg af 15 hækkað í verði milli ára. Mesta verðhækkunin er 26 prósent eða 700 kr á Freyju ríseggi nr. 9 og næst mesta 25 prósent eða 350 kr á Góu páskaeggi með lakkrís nr. 4. Þó er tekið fram að nokkur páskaeggjanna í Hagkaup voru ekki verðmerkt eða ekki til og því ekki hægt að gera verðsamanburð á þeim milli ára.
Í öðrum verslunum eru litlar eða engar hækkanir, að því er segir í könnun. Í Nettó lækka páskaegg mest í verði af þeim verslunum sem kannaðar voru, eða 10 af þeim 15 eggjum sem voru skoðuð. Þar er mesta verðlækkun 12 prósent á sterku Freyju djúpeggi nr. 9. Næst mesta verðlækkunin er í tilfelli bæði Nóa Siríus-páskaeggs nr. 5 og Freyju draumaeggs nr. 10. Þau lækka um 9 prósent í verði milli ára.
Sjá einnig: Flest páskaeggin einni krónu ódýrari í Bónus en Krónunni
Borið var saman verð í verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 6. apríl 2017 og þann 20. mars 2018. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana; Bónus, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Iceland. Víðir er ekki með í verðsamanburði milli ára þar sem engin páskaegg voru í boði í þeirri verslun árið 2018, að því er segir í verðkönnun ASÍ.
Verð á páskaeggjum hækkar mest í Hagkaup milli ára
Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mest lesið

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent



Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Viðskipti innlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent