Kallar fram fallegar minningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 08:30 Christian Karembeu smellir kossi á HM-bikarinn sem hann hjálpaði Frökkum að vinna árið 1998. Vísir/HARI HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira