Vill að börn læri endurlífgun í stað hertra byssulaga Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 21:55 Rick Santorum. Vísir/GETTY Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45