Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 07:51 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39