Segir reynt að koma á sig höggi með villandi fréttaflutningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:57 Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa farið fram á umtalsverða launalækkun fyrir sjálfan sig og vandar Morgunblaðinu ekki kveðjurnar. VÍSIR/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira