Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 19:49 Unnið er að breytingum á lagaumhverfi leigubíla á Íslandi sem gætu orðið að veruleika á næstu árum. Vísir/Vilhelm Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum. Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum.
Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00
Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent