Man-Flú Haukur Örn Birgisson skrifar 20. mars 2018 07:00 Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar