Þjóðarsorg í Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:18 Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir. Vísir/AFP Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14