Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook. Vísir/AFP Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent