Lögreglan í Berlín handtók í gær sex menn sem grunaðir voru um að ætla gera hnífaárás í borginni. Samkvæmt þýska fréttamiðlinum Die Welt höfðu hinir grunuðu tengsl við hryðjuverkamann sem myrti 12 manns er hann ók flutningabíl inn í jólamarkað í borginni í desember árið 2016.
Líklegt þykir að árásin hafi verið skipulögð í tengslum við hið árlega hálfmaraþon Berlínar sem fram fór í gær. Talsmaður lögreglu segist ekki getað slegið því föstu, en 32.000 manns tóku þátt í hlaupinu í gær.
Komu í veg fyrir hnífaárás í Berlín
Grétar Þór Sigurðsson skrifar
