Konan sem Mandela gat ekki fyrirgefið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. apríl 2018 11:00 "Ég hef aldrei búið með Mandela,“ sagði Winnie eitt sinn. myndir/Nordicphotos/getty Winnie Mandela lést nýlega, 81 árs gömul. Í hugum fjölmargra var hún hetja vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og kölluð móðir þjóðarinnar. Aðrir litu á hana sem hættulega konu sem einskis svifist til að ná fram markmiðum sínum. Winnie Madikizela var 22 ára félagsráðgjafi þegar hún kynntist Nelson Mandela sem þá starfaði sem lögfræðingur. Hann hafði verið kvæntur Evelyn Mase í þrettán ár. Þau Evelyn eignuðust fjögur börn. Eftir að níu mánaða dóttir þeirra dó gerðist Evelyn afar trúuð en Nelson sneri sér í auknum mæli að stjórnmálastarfi. Á síðustu hjónabandsárum sínum deildu hjónin oft. Evelyn sakaði Nelson um að hafa í einu rifrildi þeirra tekið um háls hennar, hrist hana og æpt á hana og í öðrum deilum að hafa kýlt hana og reynt að kyrkja hana. Nelson neitaði þessum ásökunum. Hjónin skildu árið 1958. Þegar Nelson var sleppt úr fangelsi árið 1990 urðu einhverjir til að líkja honum við Krist. „Hvernig er hægt að líkja manni sem drýgði hór og yfirgaf konu sína og börn við Krist? Heimurinn dáir Nelson um of. Hann er bara maður,“ sagði Evelyn. Seinna sagði hún að Nelson hefði verið eini maðurinn sem hún hefði nokkru sinni elskað. Nelson sagði að þegar hann hitti Winnie í fyrsta sinn hefði honum liðið eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. Hann var gagntekinn af henni, enda hafði hún til að bera sterkan persónuleika, var mjög greind og hafði mikla útgeislun. Að hennar sögn bað hann hennar aldrei. Eitt sinn þegar þau voru í bíltúr stöðvaði hann bílinn og sagði henni að hún ætti að hitta saumakonu sem myndi sauma á hana brúðarkjól. „Hversu margar brúðarmeyjar viltu hafa?“ spurði hann svo. „Hvenær giftum við okkur?“ svaraði Winnie.Winnie í útlegð í Brandfort í Suður-Afríku árið 1977.Ég vil ekki sjá ykkur gráta Þau Nelson eignuðust tvær dætur en eyddu ekki miklum tíma saman. „Það var ekki hægt að slíta Nelson frá fólkinu, baráttan og þjóðin var í fyrsta sæti. Þegar ég fæddi börn mín var hann ekki viðstaddur, þótt hann væri ekki í fangelsi á þeim tíma Ég hef aldrei búið með Mandela. Ég hef aldrei upplifað það að eiga nána fjölskyldu þar sem ég sat við eldhúsborðið með manni mínum og börnum. Ég á engar slíkar góðar minningar,“ sagði Winnie. Þremur árum eftir brúðkaup þeirra var Nelson á flótta og hann var síðan handtekinn og dæmdur í ævilangt fangelsi. „Hluti af sálu minni fylgdi honum á þeim tíma,“ sagði Winnie. Meðan Nelson sat í fangelsi hélt Winnie áfram að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni og dró hvergi af sér. Lögreglan réðst inn á heimili hennar og dró hana út meðan ungar dætur hennar æptu af skelfingu. Hún sat í fangelsi, var rúmt ár í einangrunarvist og var send í útlegð. „Það versta var að vera án barna minna og hafa ekki tækifæri til að sinna foreldrahlutverkinu,“ sagði Winnie. Hún sagði einnig að hvorki hún né Nelson hefðu nokkru sinni haft tækifæri til að vera foreldrar barna sinna. Hún var hörkutól og lagði dætrum sínum lífsreglurnar, sem voru: „Ég vil ekki sjá ykkur gráta, sérstaklega ekki fyrir framan óvininn. Þið eigið aldrei að sýna óvininum veikleika ykkar.“„Ég er staðráðinn í því að losna úr þessu hjónabandi," sagði Nelson Mandela.Ofbeldi og framhjáhald Þegar Nelson var sleppt úr fangelsi árið 1990 eftir 27 ára vist leiddust hjónin. Þau virtust hamingjusöm saman en svo var þó alls ekki. Vinkona Mandela sagði að heitasta ósk Nelsons á þeim tíma hefði verið að eiga fjölskyldulíf með konu sinni og börnum. Það var hins vegar ómögulegt. Mikill pólitískur ágreiningur var milli hjónanna. Lífverðir og liðsmenn Winnie höfðu gerst sekir um viðbjóðslega glæpi. Þeir höfðu drepið að minnsta kosti þrjá unga blökkumenn, misþyrmt ýmsum sem stimplaðir voru sem óvinir Winnie og nauðgað ungum stúlkum. Einn lífvarða Winnie sagði hana hafa fyrirskipað mannrán og morð. Það var ómögulegt fyrir Nelson Mandela að sætta sig við slíkt. Við þetta bættust fregnir af ástarsamböndum Winnie. Meðal ástmanna hennar var lögfræðingur sem var 30 árum yngri en hún. Fréttir af sambandi þeirra rötuðu á síður dagblaðs. Á þessum tíma var Winnie dæmd fyrir aðild að mannráni og var dæmd til að greiða sekt. Stuttu eftir að réttarhöldum yfir henni lauk fór Winnie til Bandaríkjanna og vildi taka elskhuga sinn með sér. Nelson tók því ekki vel. Winnie samþykkti að fara ein en tók elskhugann samt með sér. Þegar Nelson hringdi í Winnie til New York svaraði elskhuginn símanum.Winnie með Edward Kennedy.Ég þekkti hann alls ekki Það var komið að endastöð. Í skilnaðarmáli þeirra hjóna kom greinilega fram hvaða hug Nelson bar til konu sinnar. Í dómsal ávarpaði hann dómarann og sagði að ekkert gæti fengið hann til að sættast við eiginkonuna: „Ég er staðráðinn í því að losna úr þessu hjónabandi,“ sagði hann. Hann lýsti vonbrigðunum, vanlíðan og einmanaleika í hjónabandinu og sagði að Winnie hefði aldrei komið inn í svefnherbergi þeirra nema þegar hann var sofandi. Nokkru eftir að Nelson varð forseti Suður-Afríku hitti John Carlin, einn af ævisöguriturum Nelsons Mandela, vin forsetans. Sá var helsti trúnaðarmaður Nelsons og einn örfárra sem forsetinn ræddi einkalíf sitt við. Vinurinn sagði við Carlin: „Nelson hefur fyrirgefið öllum óvinum sínum en hann getur ekki fyrirgefið Winnie.” Þegar Nelson Mandela lá banaleguna og var í öndunarvél kom Winnie til hans. Líf þeirra hafði verið samtvinnað í áratugi en samt höfðu þau eytt svo litlum tíma saman. „Hinn heilagi sannleikur er sá að ég þekkti hann alls ekki,“ sagði Winnie við ævisöguritara Nelsons Mandela. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Winnie Mandela lést nýlega, 81 árs gömul. Í hugum fjölmargra var hún hetja vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og kölluð móðir þjóðarinnar. Aðrir litu á hana sem hættulega konu sem einskis svifist til að ná fram markmiðum sínum. Winnie Madikizela var 22 ára félagsráðgjafi þegar hún kynntist Nelson Mandela sem þá starfaði sem lögfræðingur. Hann hafði verið kvæntur Evelyn Mase í þrettán ár. Þau Evelyn eignuðust fjögur börn. Eftir að níu mánaða dóttir þeirra dó gerðist Evelyn afar trúuð en Nelson sneri sér í auknum mæli að stjórnmálastarfi. Á síðustu hjónabandsárum sínum deildu hjónin oft. Evelyn sakaði Nelson um að hafa í einu rifrildi þeirra tekið um háls hennar, hrist hana og æpt á hana og í öðrum deilum að hafa kýlt hana og reynt að kyrkja hana. Nelson neitaði þessum ásökunum. Hjónin skildu árið 1958. Þegar Nelson var sleppt úr fangelsi árið 1990 urðu einhverjir til að líkja honum við Krist. „Hvernig er hægt að líkja manni sem drýgði hór og yfirgaf konu sína og börn við Krist? Heimurinn dáir Nelson um of. Hann er bara maður,“ sagði Evelyn. Seinna sagði hún að Nelson hefði verið eini maðurinn sem hún hefði nokkru sinni elskað. Nelson sagði að þegar hann hitti Winnie í fyrsta sinn hefði honum liðið eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. Hann var gagntekinn af henni, enda hafði hún til að bera sterkan persónuleika, var mjög greind og hafði mikla útgeislun. Að hennar sögn bað hann hennar aldrei. Eitt sinn þegar þau voru í bíltúr stöðvaði hann bílinn og sagði henni að hún ætti að hitta saumakonu sem myndi sauma á hana brúðarkjól. „Hversu margar brúðarmeyjar viltu hafa?“ spurði hann svo. „Hvenær giftum við okkur?“ svaraði Winnie.Winnie í útlegð í Brandfort í Suður-Afríku árið 1977.Ég vil ekki sjá ykkur gráta Þau Nelson eignuðust tvær dætur en eyddu ekki miklum tíma saman. „Það var ekki hægt að slíta Nelson frá fólkinu, baráttan og þjóðin var í fyrsta sæti. Þegar ég fæddi börn mín var hann ekki viðstaddur, þótt hann væri ekki í fangelsi á þeim tíma Ég hef aldrei búið með Mandela. Ég hef aldrei upplifað það að eiga nána fjölskyldu þar sem ég sat við eldhúsborðið með manni mínum og börnum. Ég á engar slíkar góðar minningar,“ sagði Winnie. Þremur árum eftir brúðkaup þeirra var Nelson á flótta og hann var síðan handtekinn og dæmdur í ævilangt fangelsi. „Hluti af sálu minni fylgdi honum á þeim tíma,“ sagði Winnie. Meðan Nelson sat í fangelsi hélt Winnie áfram að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni og dró hvergi af sér. Lögreglan réðst inn á heimili hennar og dró hana út meðan ungar dætur hennar æptu af skelfingu. Hún sat í fangelsi, var rúmt ár í einangrunarvist og var send í útlegð. „Það versta var að vera án barna minna og hafa ekki tækifæri til að sinna foreldrahlutverkinu,“ sagði Winnie. Hún sagði einnig að hvorki hún né Nelson hefðu nokkru sinni haft tækifæri til að vera foreldrar barna sinna. Hún var hörkutól og lagði dætrum sínum lífsreglurnar, sem voru: „Ég vil ekki sjá ykkur gráta, sérstaklega ekki fyrir framan óvininn. Þið eigið aldrei að sýna óvininum veikleika ykkar.“„Ég er staðráðinn í því að losna úr þessu hjónabandi," sagði Nelson Mandela.Ofbeldi og framhjáhald Þegar Nelson var sleppt úr fangelsi árið 1990 eftir 27 ára vist leiddust hjónin. Þau virtust hamingjusöm saman en svo var þó alls ekki. Vinkona Mandela sagði að heitasta ósk Nelsons á þeim tíma hefði verið að eiga fjölskyldulíf með konu sinni og börnum. Það var hins vegar ómögulegt. Mikill pólitískur ágreiningur var milli hjónanna. Lífverðir og liðsmenn Winnie höfðu gerst sekir um viðbjóðslega glæpi. Þeir höfðu drepið að minnsta kosti þrjá unga blökkumenn, misþyrmt ýmsum sem stimplaðir voru sem óvinir Winnie og nauðgað ungum stúlkum. Einn lífvarða Winnie sagði hana hafa fyrirskipað mannrán og morð. Það var ómögulegt fyrir Nelson Mandela að sætta sig við slíkt. Við þetta bættust fregnir af ástarsamböndum Winnie. Meðal ástmanna hennar var lögfræðingur sem var 30 árum yngri en hún. Fréttir af sambandi þeirra rötuðu á síður dagblaðs. Á þessum tíma var Winnie dæmd fyrir aðild að mannráni og var dæmd til að greiða sekt. Stuttu eftir að réttarhöldum yfir henni lauk fór Winnie til Bandaríkjanna og vildi taka elskhuga sinn með sér. Nelson tók því ekki vel. Winnie samþykkti að fara ein en tók elskhugann samt með sér. Þegar Nelson hringdi í Winnie til New York svaraði elskhuginn símanum.Winnie með Edward Kennedy.Ég þekkti hann alls ekki Það var komið að endastöð. Í skilnaðarmáli þeirra hjóna kom greinilega fram hvaða hug Nelson bar til konu sinnar. Í dómsal ávarpaði hann dómarann og sagði að ekkert gæti fengið hann til að sættast við eiginkonuna: „Ég er staðráðinn í því að losna úr þessu hjónabandi,“ sagði hann. Hann lýsti vonbrigðunum, vanlíðan og einmanaleika í hjónabandinu og sagði að Winnie hefði aldrei komið inn í svefnherbergi þeirra nema þegar hann var sofandi. Nokkru eftir að Nelson varð forseti Suður-Afríku hitti John Carlin, einn af ævisöguriturum Nelsons Mandela, vin forsetans. Sá var helsti trúnaðarmaður Nelsons og einn örfárra sem forsetinn ræddi einkalíf sitt við. Vinurinn sagði við Carlin: „Nelson hefur fyrirgefið öllum óvinum sínum en hann getur ekki fyrirgefið Winnie.” Þegar Nelson Mandela lá banaleguna og var í öndunarvél kom Winnie til hans. Líf þeirra hafði verið samtvinnað í áratugi en samt höfðu þau eytt svo litlum tíma saman. „Hinn heilagi sannleikur er sá að ég þekkti hann alls ekki,“ sagði Winnie við ævisöguritara Nelsons Mandela.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira