Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans en að sögn sjónarvotta varð mikil og hávær sprenging í Miðhrauni 4. Mikill eldur er í húsinu sem hýsir einnig geymslur á vegum Geymslur.is
Allir starfsmenn Icewear sem mættir voru til vinnu komust út á heilu og höldnu að sögn Friðriks. Í húsnæðinu er hluti af lager verslana Icewear. Telur Friðrik Þór að útlit sé fyrir mikið tjón. Mjög erfitt sé að horfa upp á verslunina brenna.
„Þetta er ömurlegt“
Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. Þá er einnig mælt með því að ef íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu verði varir við reyk geri slíkt hið sama. Þá mælist lögreglan einnig til að fólk mæti ekki á vettvang til þess að horfa á brunann, það skapi erfiðar aðstæður fyrir lögreglu og slökkvilið.
Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.