Hljóðgervlar og nostalgía í hljóðspori Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Helgi Sæmundur er mikill áhugamaður um hljóðgervla og á nokkur stykki í stúdíóinu sínu. Vísir/anton „Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
„Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira