Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Hafiz Saeed á blaðamannafundi í Lahore í janúar. Vísir/AFP Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira