Enn þjarmað að Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Vísir/GETTY Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00