Kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 4. apríl 2018 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Að mati umboðsmanns Alþingis verður ekki séð að ráðningarvald eða stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart starfsmönnum geti fellt brott rétt bankaráðs til að leita upplýsinga, milliliðalaust, hjá einstökum starfsmönnum bankans. Vísir/ERNIR Tveir fyrrverandi bankaráðsmenn Seðlabanka Íslands kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis yfir viðleitni sem þeir töldu að átt hefði sér stað innan bankans, meðal annars með setningu nýrra starfsreglna, til þess að takmarka svigrúm bankaráðs til þess að gegna lögbundnu eftirlitshlutverki sínu. Í bréfi sem umboðsmaður skrifaði til bankaráðs og forsætisráðherra í desember í fyrra voru ýmsar athugasemdir gerðar við starfsreglur ráðsins og var jafnframt áréttað að gæta þyrfti þess að með einstökum ákvæðum reglnanna væri ekki þrengt að því eftirlitshlutverki sem bankaráðið hefur með starfsemi Seðlabankans. „Að því marki sem einstök ákvæði starfsreglnanna eru til þess fallin að valda misskilningi eða eru óljós er það í betra samræmi við framangreind sjónarmið að þau verði tekin til endurskoðunar og bætt úr þeim annmarka,“ segir í bréfi Þorgeirs Inga Njálssonar, setts umboðsmanns Alþingis í málinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Umboðsmaður sagðist í bréfinu hafa sett fram umræddar ábendingar með það að leiðarljósi að bankaráðið tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að bregðast við þeim og taka starfsreglurnar til endurskoðunar. Óskaði hann svara frá bankaráði fyrir 1. mars.Í höndum nýs bankaráðs Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir í samtali við Markaðinn að í ljósi þess að starfstími núverandi bankaráðs sé senn á enda hafi verið ákveðið að leggja málið til hliðar. Bankaráðið hafi upplýst umboðsmann um það. Það bíður því nýs bankaráðs, sem Alþingi mun sennilega skipa síðar í mánuðinum, að ákveða hver næstu skref verða.Ragnar ÁrnasonFyrrverandi bankaráðsmennirnir tveir, Jón Helgi Egilsson og Ragnar Árnason, kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis í ágúst árið 2016 en umkvörtunarefnið sneri aðallega að þremur atriðum – sem vörðuðu lagatúlkanir Seðlabankans og nýlegar breytingar á starfsreglum bankaráðsins – sem þeir töldu að væru til þess fallin að draga úr getu bankaráðsins til þess að hafa eftirlit með starfsemi Seðlabankans og takmarka það aðhald sem ráðið getur veitt yfirstjórn bankans. Í fyrsta lagi var í kvörtuninni gerð athugasemd við þá lagatúlkun Seðlabankans að bankaráðið gæti ekki kallað eftir upplýsingum frá starfsmönnum bankans, milliliðalaust, nema með samþykki og aðkomu seðlabankastjóra. Í öðru lagi sneri kvörtunin að þeirri lagatúlkun bankans að bankaráðið gæti ekki fundað ef seðlabankastjóri væri fjarverandi. Þá voru í þriðja lagi gerðar margvíslegar athugasemdir við breytingar sem bankaráðið samþykkti að gera á starfsreglum sínum í maí 2016 en breytingunum var ætlað að skjóta styrkari stoðum undir framangreindar lagatúlkanir bankans. Að auki var í kvörtun Jóns Helga og Ragnars athygli umboðsmanns vakin á því að með áðurnefndum breytingum á starfsreglunum hefðu möguleikar bankaráðs og einstakra bankaráðsmanna til þess að láta í ljós álit sitt á starfsemi bankans verið takmarkaðir umfram það sem kveðið er á um í lögum. Þannig væri enn frekar þrengt að svigrúmi bankaráðsins til þess að veita stjórnendum Seðlabankans aðhald.Mikil völd falin einum manni Í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008 voru gerðar nokkuð róttækar breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans sem fólust meðal annars í því að bankastjórn Seðlabankans var lögð niður og í stað hennar kom einn seðlabankastjóri og einn aðstoðarseðlabankastjóri. Um leið jókst vægi lögbundins eftirlitshlutverks bankaráðsins til muna, enda varð þá bankaráðið eitt, ásamt ráðherra, fært um að veita seðlabankastjóra aðhald. Í skýrslu nefndar, sem var falið að taka lögin um Seðlabankann til heildarendurskoðunar, frá því árið 2015 er rakið að breytingarnar í kjölfar hrunsins hafi gert það að verkum að seðlabankastjóri geti einn tekið allar meiriháttar ákvarðanir í rekstri bankans og þurfi ekki að sækja sér stuðning í bankastjórn. Norðmaðurinn Svein Harald Øygard var seðlabankastjóri þegar umræddar breytingar voru lögfestar í febrúar 2009 en Már Guðmundsson tók við embættinu í ágúst sama ár og hefur gegnt því síðan. Nefndin, sem var skipuð þeim Friðriki Má Baldurssyni og Þráni Eggertssyni, lagði til að skerpt yrði á eftirlitshlutverki bankaráðsins auk þess að aftur yrði sett bankastjórn yfir bankann, rétt eins og tíðkast í seðlabönkum flestra ríkja heims.Skýr upplýsingaréttur Í bréfi umboðsmanns Alþingis er umrætt eftirlitshlutverk bankaráðs tíundað og tekið fram að ganga verði út frá því að ráðið „geti kallað eftir hverjum þeim upplýsingum og skýringum um starfsemi bankans sem það telur þörf á til að rækja lögbundið hlutverk sitt“. Hvað varðar það nýja ákvæði í starfsreglunum, sem samþykktar voru 2016, að bankaráðið geti ekki leitað til starfsmanna bankans nema að höfðu samráði við seðlabankastjóra, þá tekur umboðsmaður fram að að hluti af áðurnefndri upplýsingaöflun bankaráðs kunni að felast í því að óska eftir að tiltekinn starfsmaður bankans mæti á fund ráðsins til þess að veita þar milliliðalaust upplýsingar og svara spurningum.Jón Helgi Egilsson„Ekki verður séð að ráðningarvald og stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart einstökum starfsmönnum geti fellt brott þennan upplýsingarétt bankaráðs nema mælt sé fyrir um slíkt í lögum,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í bréfinu nefnir umboðsmaður auk þess að ekki verði séð að fjarvera seðlabankastjóra geti alfarið komið í veg fyrir að bankaráðið haldi fund, líkt og Seðlabankinn hefur haldið fram. „Ég tel því að það sé að minnsta kosti ekki einhlít túlkun á ákvæðinu [27. gr. laga um Seðlabanka Íslands] að bankaráðsfundir verði ekki haldnir nema að bankastjóri sjái sér fært að mæta þótt almennt sé gert ráð fyrir að hann sitji fundi þess,“ er nefnt í bréfinu. Orðalag starfsreglna bankaráðs kann þó að gefa annað til kynna, að sögn umboðsmanns, en í einu ákvæði reglnanna segir meðal annars að seðlabankastjóri skuli á hverjum fundi bankaráðs gera grein fyrir helstu þáttum í starfsemi bankans. Að þessu þarf að huga, að mati umboðsmanns, þegar og ef ætlunin er að útfæra umrætt ákvæði nánar í verklagsreglum, meðal annars á þann hátt að „þar sé ekki með víðtækari hætti girt fyrir að unnt sé að halda bankaráðsfundi í fjarveru bankastjóra en lög gera ráð fyrir“.Fari ekki í bága við lög Umboðsmaður rekur að lokum í bréfi sínu að miklu skipti að verklagsreglur, líkt og starfsreglur bankaráðsins, séu skýrar og ekki til þess fallnar að valda misskilningi eða að réttmætur vafi sé um hvort þær séu í samræmi við lög. „Í öllu falli þarf að gæta þess sérstaklega að einstök ákvæði starfsreglnanna fari ekki í bága við lög og reglugerð og að með þeim sé ekki þrengt að því eftirlitshlutverki sem bankaráð hefur með starfsemi bankans,“ segir í bréfi setts umboðsmanns. Markaðir Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Tveir fyrrverandi bankaráðsmenn Seðlabanka Íslands kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis yfir viðleitni sem þeir töldu að átt hefði sér stað innan bankans, meðal annars með setningu nýrra starfsreglna, til þess að takmarka svigrúm bankaráðs til þess að gegna lögbundnu eftirlitshlutverki sínu. Í bréfi sem umboðsmaður skrifaði til bankaráðs og forsætisráðherra í desember í fyrra voru ýmsar athugasemdir gerðar við starfsreglur ráðsins og var jafnframt áréttað að gæta þyrfti þess að með einstökum ákvæðum reglnanna væri ekki þrengt að því eftirlitshlutverki sem bankaráðið hefur með starfsemi Seðlabankans. „Að því marki sem einstök ákvæði starfsreglnanna eru til þess fallin að valda misskilningi eða eru óljós er það í betra samræmi við framangreind sjónarmið að þau verði tekin til endurskoðunar og bætt úr þeim annmarka,“ segir í bréfi Þorgeirs Inga Njálssonar, setts umboðsmanns Alþingis í málinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Umboðsmaður sagðist í bréfinu hafa sett fram umræddar ábendingar með það að leiðarljósi að bankaráðið tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að bregðast við þeim og taka starfsreglurnar til endurskoðunar. Óskaði hann svara frá bankaráði fyrir 1. mars.Í höndum nýs bankaráðs Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir í samtali við Markaðinn að í ljósi þess að starfstími núverandi bankaráðs sé senn á enda hafi verið ákveðið að leggja málið til hliðar. Bankaráðið hafi upplýst umboðsmann um það. Það bíður því nýs bankaráðs, sem Alþingi mun sennilega skipa síðar í mánuðinum, að ákveða hver næstu skref verða.Ragnar ÁrnasonFyrrverandi bankaráðsmennirnir tveir, Jón Helgi Egilsson og Ragnar Árnason, kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis í ágúst árið 2016 en umkvörtunarefnið sneri aðallega að þremur atriðum – sem vörðuðu lagatúlkanir Seðlabankans og nýlegar breytingar á starfsreglum bankaráðsins – sem þeir töldu að væru til þess fallin að draga úr getu bankaráðsins til þess að hafa eftirlit með starfsemi Seðlabankans og takmarka það aðhald sem ráðið getur veitt yfirstjórn bankans. Í fyrsta lagi var í kvörtuninni gerð athugasemd við þá lagatúlkun Seðlabankans að bankaráðið gæti ekki kallað eftir upplýsingum frá starfsmönnum bankans, milliliðalaust, nema með samþykki og aðkomu seðlabankastjóra. Í öðru lagi sneri kvörtunin að þeirri lagatúlkun bankans að bankaráðið gæti ekki fundað ef seðlabankastjóri væri fjarverandi. Þá voru í þriðja lagi gerðar margvíslegar athugasemdir við breytingar sem bankaráðið samþykkti að gera á starfsreglum sínum í maí 2016 en breytingunum var ætlað að skjóta styrkari stoðum undir framangreindar lagatúlkanir bankans. Að auki var í kvörtun Jóns Helga og Ragnars athygli umboðsmanns vakin á því að með áðurnefndum breytingum á starfsreglunum hefðu möguleikar bankaráðs og einstakra bankaráðsmanna til þess að láta í ljós álit sitt á starfsemi bankans verið takmarkaðir umfram það sem kveðið er á um í lögum. Þannig væri enn frekar þrengt að svigrúmi bankaráðsins til þess að veita stjórnendum Seðlabankans aðhald.Mikil völd falin einum manni Í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008 voru gerðar nokkuð róttækar breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans sem fólust meðal annars í því að bankastjórn Seðlabankans var lögð niður og í stað hennar kom einn seðlabankastjóri og einn aðstoðarseðlabankastjóri. Um leið jókst vægi lögbundins eftirlitshlutverks bankaráðsins til muna, enda varð þá bankaráðið eitt, ásamt ráðherra, fært um að veita seðlabankastjóra aðhald. Í skýrslu nefndar, sem var falið að taka lögin um Seðlabankann til heildarendurskoðunar, frá því árið 2015 er rakið að breytingarnar í kjölfar hrunsins hafi gert það að verkum að seðlabankastjóri geti einn tekið allar meiriháttar ákvarðanir í rekstri bankans og þurfi ekki að sækja sér stuðning í bankastjórn. Norðmaðurinn Svein Harald Øygard var seðlabankastjóri þegar umræddar breytingar voru lögfestar í febrúar 2009 en Már Guðmundsson tók við embættinu í ágúst sama ár og hefur gegnt því síðan. Nefndin, sem var skipuð þeim Friðriki Má Baldurssyni og Þráni Eggertssyni, lagði til að skerpt yrði á eftirlitshlutverki bankaráðsins auk þess að aftur yrði sett bankastjórn yfir bankann, rétt eins og tíðkast í seðlabönkum flestra ríkja heims.Skýr upplýsingaréttur Í bréfi umboðsmanns Alþingis er umrætt eftirlitshlutverk bankaráðs tíundað og tekið fram að ganga verði út frá því að ráðið „geti kallað eftir hverjum þeim upplýsingum og skýringum um starfsemi bankans sem það telur þörf á til að rækja lögbundið hlutverk sitt“. Hvað varðar það nýja ákvæði í starfsreglunum, sem samþykktar voru 2016, að bankaráðið geti ekki leitað til starfsmanna bankans nema að höfðu samráði við seðlabankastjóra, þá tekur umboðsmaður fram að að hluti af áðurnefndri upplýsingaöflun bankaráðs kunni að felast í því að óska eftir að tiltekinn starfsmaður bankans mæti á fund ráðsins til þess að veita þar milliliðalaust upplýsingar og svara spurningum.Jón Helgi Egilsson„Ekki verður séð að ráðningarvald og stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart einstökum starfsmönnum geti fellt brott þennan upplýsingarétt bankaráðs nema mælt sé fyrir um slíkt í lögum,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í bréfinu nefnir umboðsmaður auk þess að ekki verði séð að fjarvera seðlabankastjóra geti alfarið komið í veg fyrir að bankaráðið haldi fund, líkt og Seðlabankinn hefur haldið fram. „Ég tel því að það sé að minnsta kosti ekki einhlít túlkun á ákvæðinu [27. gr. laga um Seðlabanka Íslands] að bankaráðsfundir verði ekki haldnir nema að bankastjóri sjái sér fært að mæta þótt almennt sé gert ráð fyrir að hann sitji fundi þess,“ er nefnt í bréfinu. Orðalag starfsreglna bankaráðs kann þó að gefa annað til kynna, að sögn umboðsmanns, en í einu ákvæði reglnanna segir meðal annars að seðlabankastjóri skuli á hverjum fundi bankaráðs gera grein fyrir helstu þáttum í starfsemi bankans. Að þessu þarf að huga, að mati umboðsmanns, þegar og ef ætlunin er að útfæra umrætt ákvæði nánar í verklagsreglum, meðal annars á þann hátt að „þar sé ekki með víðtækari hætti girt fyrir að unnt sé að halda bankaráðsfundi í fjarveru bankastjóra en lög gera ráð fyrir“.Fari ekki í bága við lög Umboðsmaður rekur að lokum í bréfi sínu að miklu skipti að verklagsreglur, líkt og starfsreglur bankaráðsins, séu skýrar og ekki til þess fallnar að valda misskilningi eða að réttmætur vafi sé um hvort þær séu í samræmi við lög. „Í öllu falli þarf að gæta þess sérstaklega að einstök ákvæði starfsreglnanna fari ekki í bága við lög og reglugerð og að með þeim sé ekki þrengt að því eftirlitshlutverki sem bankaráð hefur með starfsemi bankans,“ segir í bréfi setts umboðsmanns.
Markaðir Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira