Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2018 20:00 Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill Fermingar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill
Fermingar Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira