Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2018 20:00 Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill Fermingar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill
Fermingar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira