Innbrot og þjófnaður í Skeifunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:32 Frá Skeifunni. Stöð 2 Ölvuð kona var handtekin í Skeifunni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er hún grunuð um þjófnað eða hnupl og þá á hún jafnframt að hafa valdið einhverju tjóni á svæðinu. Hverju hún stal eða hvað hún skemmdi fylgir þó ekki sögunni. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af henni vildi konan hvorki gefa upp nafn sitt né kennitölu. Ákváðu lögreglumenn því að flytja hana í fangaklefa, þar sem hún hefur mátt sofa úr sér vímuna. Ætla má að hún verði yfirheyrð vegna málsins þegar líður á daginn. Skammt undan, í Faxafeni, var svo brotist inn þegar klukkan var að ganga 5 í morgun. Þar fór innbrotsþjófur, hugsanlega í slagtogi við aðra, inn í verslun og lét greipar sópa. Nákvæmlega hverju var stolið er ekki vitað á þessari stundu en tjónið verður metið síðar í dag. Þá ók ölvaður ökumaður á vegrið við gatnamót Hafravatnsvegar og Suðurlandsvegar um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Hann keyrði af vettvangi en lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári hans skömmu síður. Þá kom á daginn að maðurinn hafði einnig valdið skemmdum á heimili sínu, lögreglan gefur þó ekki upp hvar það er til húsa. Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja, og hefur hann mátt dúsa í fangaklefa í nótt. Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ölvuð kona var handtekin í Skeifunni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er hún grunuð um þjófnað eða hnupl og þá á hún jafnframt að hafa valdið einhverju tjóni á svæðinu. Hverju hún stal eða hvað hún skemmdi fylgir þó ekki sögunni. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af henni vildi konan hvorki gefa upp nafn sitt né kennitölu. Ákváðu lögreglumenn því að flytja hana í fangaklefa, þar sem hún hefur mátt sofa úr sér vímuna. Ætla má að hún verði yfirheyrð vegna málsins þegar líður á daginn. Skammt undan, í Faxafeni, var svo brotist inn þegar klukkan var að ganga 5 í morgun. Þar fór innbrotsþjófur, hugsanlega í slagtogi við aðra, inn í verslun og lét greipar sópa. Nákvæmlega hverju var stolið er ekki vitað á þessari stundu en tjónið verður metið síðar í dag. Þá ók ölvaður ökumaður á vegrið við gatnamót Hafravatnsvegar og Suðurlandsvegar um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Hann keyrði af vettvangi en lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári hans skömmu síður. Þá kom á daginn að maðurinn hafði einnig valdið skemmdum á heimili sínu, lögreglan gefur þó ekki upp hvar það er til húsa. Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja, og hefur hann mátt dúsa í fangaklefa í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira