Mest áhrif hefur að byrja að lesa fyrir börn frá unga aldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2018 11:02 Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að byrja snemma að lesa upphátt fyrir börn. Vísir/Getty „Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir því að börn byrja ekki bara allt í einu að lesa af því að við skömmumst í þeim eða segjum „þú átt að lesa.“ Þau lesa alveg eins og við, af því að þeim finnst það skemmtilegt,“ segir Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Freyja var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún er ein fjögurra fyrirlesara á fundinum Hvernig má styðja við læsi heima? sem fer fram á morgun. Fjallað verður um hvernig foreldrar geta á markvissan hátt skapað ríkulegt mál- og læsisumhverfi fyrir börnin sín og ýtt undir áhuga þeirra á lestri en fundurinn er hluti af fyrirlestraröðinni Háskólinn og samfélagið - Best fyrir börnin. Erindið fer fram á morgun, þriðjudaginn 17. apríl, frá 12 til 13.15 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Freyja segir mikilvægt að foreldrar sýni börnum sínum að það er skemmtilegt að lesa. Fyrirmyndir skipti miklu máli fyrir þroska barna. „Við þurfum að vera fyrirmyndir og þau þurfa að sjá okkur lesa og njóta þess að lesa.“ Mestu áhrifin hefur að lesa reglulega fyrir börn frá unga aldri. „Jafnvel frá því þau eru eins árs, lesa myndabækur og halda svo áfram. Ekki hætta að lesa þó að börnin kunni sjálf að lesa.“Foreldrar þurfa að aðlagast Freyja segir að umræður sem skapast um það sem verið er að lesa sé líka mjög góður fyrir málþroska þeirra, sem svo leggi gruninn að lesskilningi. Að lesa fyrir börn frá unga aldri tryggir þó ekki að þau muni lesa mikið sjálf sem unglingar. „Þó að maður hafi byrjað snemma þá getur maður alveg átt ungling sem hefur engan áhuga á bókum.“ Það er mjög margt annað sem keppir um athygli ungs fólks, eins og símar, tölvuleikir, sjónvarp og fleira og segir Freyja að foreldrar þurfi að aðlagast því en hvetja börn til að lesa eitthvað annað en bara stutta texta á netinu. „Það er svo yfirborðslegur lestur. Það er öðruvísi heldur en að lesa heila bók.“ Freyja segir að oft virki vel að velja sameiginlega bók. Að foreldri lesi sömu bók og barnið sitt eða unglingurinn, á sama tíma. „Það er svo mikið skemmtilegra að lesa sömu bók og einhver annar og ræða hana.“ Einnig getur hjálpað mikið að aðstoða krakka við að velja sér bók. „Það er oft þannig að þau kannski lesa ekki af því að þau hafa bara ekki fundið rétta lesefnið. Því þetta verður að kveikja áhuga.“Frá vinstri: Þóra Sæunn Úlfsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Dröfn Rafnsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.Mynd/Kristinn IngvarssonMargt byggir á því að vera góður að lesa Freyja segir að framboð á lesefni fyrir börn sé alls ekki nógu gott, fyrir börn á öllum aldri. „Mér finnst við ekki hafa staðið okkur í því að efla íslenska bókaútgáfu nógu mikið. Ég þakka Gunnari Helgasyni fyrir það hvað syni mínum gengur vel að læra að lesa. Hann byrjaði ekkert að lesa fyrr en hann uppgötvaði þær bækur.“ Hún segir einnig að hljóðbækur séu mjög vanmetnar og frá þeim geti börn einnig fengið ákveðinn orðaforða. „Ástæðan fyrir því að krakkar sem lesa ekki mikið lenda oft í erfiðleikum þegar þau byrja að lesa er að þau eru ekki með þennan ritaða orðaforða. Það er svo miklu auðugri og flóknari orðaforði í ritmáli og ef þau hafa ekki verið að taka hann inn, og svo allt í einu ætla að fara að lesa einhverja bók, þá lenda þau oft í erfiðleikum af því að þau þekkja ekki orðin.“ Freyja segir að það sé gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar nái tökum á því að lesa. „Nánast allt sem við gerum, hvort sem það er í skólanum eða utan skólans byggir á því að við séum góð bæði að lesa og líka að nota tungumálið til að tjá okkur.“ Námsbækur unga fólksins byggja á því að þau hafi lesskilning. „Þar er þessi orðaforði sem að börn verða að læra og hann kemur svo mikið í gegnum lestur. Lestur er bara grundvöllur fyrir öllu námi og fyrir því að geta tekið þátt í sífellt flóknara samfélagi.“ Freyja mælir ekki með því að foreldrar borgi börnum fyrir að lesa bækur, það virki ekki í langan tíma. „Áhugahvötin þarf að koma innan frá.“ Auk Freyju munu Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Dröfn Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg, og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og læsisrágjafi hjá Miðju máls og læsis, halda erindi á fundinum. Þær ætla meðal annars að gefa foreldrum hagnýt ráð varðandi lestur.Sýnt verður beint frá fundinum Hvernig má styðja við læsi heima? á morgun klukkan 12 hér á Vísi. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15 Áhersla á útlit getur gengið of langt og orðið að sálrænum vanda Andri Steinþór Björnsson segir að stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg. 22. mars 2018 08:30 Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir því að börn byrja ekki bara allt í einu að lesa af því að við skömmumst í þeim eða segjum „þú átt að lesa.“ Þau lesa alveg eins og við, af því að þeim finnst það skemmtilegt,“ segir Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Freyja var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún er ein fjögurra fyrirlesara á fundinum Hvernig má styðja við læsi heima? sem fer fram á morgun. Fjallað verður um hvernig foreldrar geta á markvissan hátt skapað ríkulegt mál- og læsisumhverfi fyrir börnin sín og ýtt undir áhuga þeirra á lestri en fundurinn er hluti af fyrirlestraröðinni Háskólinn og samfélagið - Best fyrir börnin. Erindið fer fram á morgun, þriðjudaginn 17. apríl, frá 12 til 13.15 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Freyja segir mikilvægt að foreldrar sýni börnum sínum að það er skemmtilegt að lesa. Fyrirmyndir skipti miklu máli fyrir þroska barna. „Við þurfum að vera fyrirmyndir og þau þurfa að sjá okkur lesa og njóta þess að lesa.“ Mestu áhrifin hefur að lesa reglulega fyrir börn frá unga aldri. „Jafnvel frá því þau eru eins árs, lesa myndabækur og halda svo áfram. Ekki hætta að lesa þó að börnin kunni sjálf að lesa.“Foreldrar þurfa að aðlagast Freyja segir að umræður sem skapast um það sem verið er að lesa sé líka mjög góður fyrir málþroska þeirra, sem svo leggi gruninn að lesskilningi. Að lesa fyrir börn frá unga aldri tryggir þó ekki að þau muni lesa mikið sjálf sem unglingar. „Þó að maður hafi byrjað snemma þá getur maður alveg átt ungling sem hefur engan áhuga á bókum.“ Það er mjög margt annað sem keppir um athygli ungs fólks, eins og símar, tölvuleikir, sjónvarp og fleira og segir Freyja að foreldrar þurfi að aðlagast því en hvetja börn til að lesa eitthvað annað en bara stutta texta á netinu. „Það er svo yfirborðslegur lestur. Það er öðruvísi heldur en að lesa heila bók.“ Freyja segir að oft virki vel að velja sameiginlega bók. Að foreldri lesi sömu bók og barnið sitt eða unglingurinn, á sama tíma. „Það er svo mikið skemmtilegra að lesa sömu bók og einhver annar og ræða hana.“ Einnig getur hjálpað mikið að aðstoða krakka við að velja sér bók. „Það er oft þannig að þau kannski lesa ekki af því að þau hafa bara ekki fundið rétta lesefnið. Því þetta verður að kveikja áhuga.“Frá vinstri: Þóra Sæunn Úlfsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Dröfn Rafnsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.Mynd/Kristinn IngvarssonMargt byggir á því að vera góður að lesa Freyja segir að framboð á lesefni fyrir börn sé alls ekki nógu gott, fyrir börn á öllum aldri. „Mér finnst við ekki hafa staðið okkur í því að efla íslenska bókaútgáfu nógu mikið. Ég þakka Gunnari Helgasyni fyrir það hvað syni mínum gengur vel að læra að lesa. Hann byrjaði ekkert að lesa fyrr en hann uppgötvaði þær bækur.“ Hún segir einnig að hljóðbækur séu mjög vanmetnar og frá þeim geti börn einnig fengið ákveðinn orðaforða. „Ástæðan fyrir því að krakkar sem lesa ekki mikið lenda oft í erfiðleikum þegar þau byrja að lesa er að þau eru ekki með þennan ritaða orðaforða. Það er svo miklu auðugri og flóknari orðaforði í ritmáli og ef þau hafa ekki verið að taka hann inn, og svo allt í einu ætla að fara að lesa einhverja bók, þá lenda þau oft í erfiðleikum af því að þau þekkja ekki orðin.“ Freyja segir að það sé gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar nái tökum á því að lesa. „Nánast allt sem við gerum, hvort sem það er í skólanum eða utan skólans byggir á því að við séum góð bæði að lesa og líka að nota tungumálið til að tjá okkur.“ Námsbækur unga fólksins byggja á því að þau hafi lesskilning. „Þar er þessi orðaforði sem að börn verða að læra og hann kemur svo mikið í gegnum lestur. Lestur er bara grundvöllur fyrir öllu námi og fyrir því að geta tekið þátt í sífellt flóknara samfélagi.“ Freyja mælir ekki með því að foreldrar borgi börnum fyrir að lesa bækur, það virki ekki í langan tíma. „Áhugahvötin þarf að koma innan frá.“ Auk Freyju munu Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Dröfn Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg, og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og læsisrágjafi hjá Miðju máls og læsis, halda erindi á fundinum. Þær ætla meðal annars að gefa foreldrum hagnýt ráð varðandi lestur.Sýnt verður beint frá fundinum Hvernig má styðja við læsi heima? á morgun klukkan 12 hér á Vísi.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15 Áhersla á útlit getur gengið of langt og orðið að sálrænum vanda Andri Steinþór Björnsson segir að stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg. 22. mars 2018 08:30 Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15
Áhersla á útlit getur gengið of langt og orðið að sálrænum vanda Andri Steinþór Björnsson segir að stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg. 22. mars 2018 08:30
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00