Er ennþá að koma sjálfum mér á óvart Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. apríl 2018 07:15 Andri Rúnar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“ Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“
Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira