Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Öskju í dag. Vísir/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira