Einn af lífvörðum boxarans Floyd Mayweather varð fyrir skoti er ráðist var á bílalest boxarans í Atlanta í gær.
Mayweather og félagar voru að keyra um í þremur bílum er árásin var gerð. Mayweather var ekki í bílnum sem skotið var á og er ómeiddur. Sá er var skotinn er laus af spítala. Hann fékk skotið í fótinn og slapp vel.
Talsmaður lögreglunnar í Atlanta segir að svo virðist vera sem þessi skotárás hafi ekki verið handahófskennd.
Mayweather og félagar voru á leið af næturklúbbi upp á hótel er bíll, sem var við hlið þeirra, hóf skothríð. Árásarmennirnir eltu svo bílalest Mayweather í nokkurn tíma áður en þeir létu sig hverfa.
Skotið á bílalest Mayweather
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

