Pétur og Arnar verða áfram á Króknum | „Fór heitur í viðtal og missti þetta út úr mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:10 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í kvöld vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00
Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn