Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Landspítalinn mun koma til með að þurfa að forgangsraða rýmum og þjónustu. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði