Engin ný viðskipti fyrr en að loknum úttektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/ernir Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00
Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00