Staða RÚV og fjölmiðlun til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 16:15 Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun