Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 17:59 Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur. Kosningar 2018 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur.
Kosningar 2018 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira