Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:18 Vísir/valli Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira