Óánægju gætir meðal árrisulla sundlaugargesta Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Gunnar Axel Axelsson Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund. Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund.
Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira