Hvaða þýðingu hefur vaxandi rekstrarafgangur? Elvar Orri Hreinsson skrifar 9. maí 2018 12:08 Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar