Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Lýður Árnason skrifar 8. maí 2018 07:00 Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun