Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 15:00 Allt að fjögur hundruð sinnum meiri metanmyndun varð af völdum sefsins en barrtrjáa í rannsókn vísindamannanna á tilraunastofu. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20