Telur ólíklegt að samningar náist á morgun í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. maí 2018 14:54 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að samningar náist á morgun á næsta fundi í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þeim hafi einungis verið boðin rúmlega fjögurra prósenta hækkun og enn ber mikið í milli. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á morgun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra telur ólíklegt að deilan leysist á þeim fundi. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að kröfur ljósmæðra væru tuttugu prósentum of háar. Hún segir ummæli sem þessi ekki hjálpa til. „Ekki miðað við þetta sem kom frá Bjarna í gær. Maður er ekki að upplifa það að það sé verið að liðka fyrir eða að fara að koma eitthvað útspil frá samninganefndinni. Maður hefur upplifað þetta sem í algjörum hnút. Á síðasta fundi með samninganefndinni fannst manni þá allavega vera samtal sem að við höfum ekki fundið svo mikið fyrir áður.“ Ljósmæðrum hefur einungis verið boðin 4,2 prósent launahækkun að sögn Katrínar. Hún segir ekki rétt að kröfur þeirra séu tuttugu prósentum yfir því. „Þessar upphæðir og prósentur sem að hafa verið nefndar þær eru ekki réttar.“ Hún segir ljósmæður hafa átt gott samtal við Svandísi Svavardóttur heilbrigðisráðherra. „Við eigum hauk í horni, eða semsagt hún skilur okkar stöðu en miðlægir kjarasamningar heyra ekki undir hennar embætti. Þetta er beint undir fjármálaráðuneyti.“ Katrín segir stefna í óefni á Landspítalanum. „1. júní munu 19 ganga út og svo bætast fleiri við hver mánaðarmót á eftir. Maður sér ekki annað fyrir sér en að hann verði bara óstarfhæfur.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17