Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Heimir Már Pétursson og Hafþór Gunnarsson skrifar 4. maí 2018 19:30 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson. Fiskeldi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson.
Fiskeldi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira