Brostin undirstaða Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar