Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Hörður Ægisson skrifar 2. maí 2018 08:00 Kaupþing fer með 55,6 prósenta hlut í Arion banka Vísir/eyþór Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07
Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19