Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður 2. maí 2018 06:00 Tollar á fyllt pasta hafa verið felldir niður. Vísir/Getty Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. Samningurinn hefur í för með sér að tollar á hinum ýmsu matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka eða falla niður, frá og með deginum í gær. Samningurinn hefur einnig í för með sér viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og snýr að viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum. Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir Evrópusambandið slíkt hið sama. Tollar á ýmsa vöruflokka falla niður, svo sem á pitsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex. Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru.Sjá einnig: Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Samningurinn felur einnig í sér að allir tollar á unnar matvörur eru felldir niður nema á jógúrt.Fréttablaðið greindi frá þessu um miðjan síðasta mánuð og hafði eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að vörurnar myndu lækka eftir tollabreytinguna, en lækkunin verði þó í einhverjum tilvikum ekki mikil. Hann benti einnig á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á pítsur falla niður Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. 13. apríl 2018 06:00 Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. 1. maí 2018 20:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. Samningurinn hefur í för með sér að tollar á hinum ýmsu matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka eða falla niður, frá og með deginum í gær. Samningurinn hefur einnig í för með sér viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og snýr að viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum. Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir Evrópusambandið slíkt hið sama. Tollar á ýmsa vöruflokka falla niður, svo sem á pitsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex. Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru.Sjá einnig: Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Samningurinn felur einnig í sér að allir tollar á unnar matvörur eru felldir niður nema á jógúrt.Fréttablaðið greindi frá þessu um miðjan síðasta mánuð og hafði eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að vörurnar myndu lækka eftir tollabreytinguna, en lækkunin verði þó í einhverjum tilvikum ekki mikil. Hann benti einnig á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á pítsur falla niður Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. 13. apríl 2018 06:00 Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. 1. maí 2018 20:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Tollar á pítsur falla niður Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. 13. apríl 2018 06:00
Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. 1. maí 2018 20:00