Breyttir tímar Haukur Örn Birgisson skrifar 1. maí 2018 07:00 Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar