Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:15 Katrín Jakobsdóttir var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Stöð 2 „Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16