Selur kvikmynda- og sjónvarpsréttinn á þríleiknum um Auði djúpúðgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2018 10:11 Vilborg segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Visir/Vilhelm Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Leikstjórinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson og sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Takmarkið er að framleiða alþjóðlega sjónvarpsþáttaröð um sögu landnámskonunnar byggða á þríleik Vilborgar, bókunum Auður,Vígroði og Blóðug jörð. Þær hafa verið með söluhæstu bókum undanfarin ár og sú fyrsta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda eru bækur Vilborgar um Auði gríðarlega áhugaverðar og vel skrifaðar. Þrátt fyrir að sögurnar gerist fyrir rúmlega ellefu hundruð árum þá varpa þær ljósi á margt sem samtíminn er að glíma við, til dæmis kúgun kvenna, átök vegna ólíkra trúarbragða og stríð sem veldur því að fólk þarf að flýja heimili sín og land í von um að finna öryggi og skjól á nýjum stað. Að skoða þessa hluti í gegnum víkingadrama er mjög áhugavert og gefur okkur tækifæri til að sjá samfélag okkar í dag í nýju ljósi. Bækurnar hafa allt, en í grunninn fjalla þær um konu sem rís upp gegn mótbyr og kúgun og sem endar sem einn fremsti landneminn. Þetta er kynslóðin sem lagði grunninn að samfélagi á Íslandi," segir Bjarni Haukur í tilkynningu vegna kaupanna. Kaupverðið er ekki gefið upp.Bjarni Haukur ætlar sér stóra hluti með Auði.Hann segir sjónvarpsþáttaröðina vera mjög stórt alþjóðlegt verkefni og verða þættirnir teknir upp í Skotlandi, á Írlandi og Íslandi. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni og hver er betur til þess fallin en hún Auður?“ Bjarni telur líklegast að þættirnir verði teknir upp á ensku en ekki liggur fyrir hvar þættirnir verða sýndir. ,Þessi kona á engan sinn líka í landnámssögu Íslands. Þó er hún ekki sú eina, fleiri konur komu til Íslands og námu hér land en saga hennar er einstök á svo margan hátt. Ekki síst fyrir það að hún er kristin og gefur þrælum sínum frelsi og jarðnæði þegar hún kemur til Íslands. Það er einstakt,“ sagði Vilborg í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga landnámskvenna á saumuðum myndum 4. febrúar 2017 09:45 Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00 Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingar eru flóttafólk Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár. 5. apríl 2018 10:00
Lífið er leiftur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur. 7. október 2017 10:30