Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 10:33 Framboð Orban forsætisráðherra réðst að Soros í kosningabaráttunni Vísir/AFP Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum. Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum.
Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00