Náttúra eða gerviveröld í Elliðaárdal Elsa Dóra Grétarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:45 Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun