Kyrrsettur við Skógafoss með 41 farþega án rekstrarleyfis til aksturs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 17:17 Lögreglan kyrrsetti hópfreðabíl við Skógafoss án réttinda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Eyþór Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur. Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur.
Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57